A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Landbúnaðar- og dreibýlisnefnd - 24. október 2011

Fundur var haldinn í Landbúnaðar og dreifbýlisnefnd Strandabyggðar mánudaginn 24. október  2011 kl. 17:00 á þriðju hæð í Þróunarsetrinu að Höfðagötu 3.  Mættir voru Jón Stefánsson, Marta Sigvaldadóttir, Magnús Sveinsson, Viðar Guðmundsson og Dagrún Magnúsdóttir. Formaður setti fundinn og stjórnaði honum, Dagrún  ritaði fundargerð.  

 

Fundarefni:

 

1. Tillaga að breytingu á nefndarfyrirkomulagi í Strandabyggð.

2. Skipun í starfshóp um reglur um refa- og minkaveiði í Strandabyggð.

3. Greiðsla fyrir grenjavinnslu og vetrarveiði, erindi frá Jóni Halldórssyni.

4. Önnur mál. 

 

1. Tillaga að breytingu á nefndarfyrirkomulagi í Strandabyggð.

Nefnin mótmælir harðlega sameiningu Landbúnaðar og dreifbýlisnefndar og Atvinnumála og hafnarnefndar. Nefndin telur að með þessu minnki vægi dreifbýlismála í nefndaskipulaginu og landbúnaðar og dreifbýlismál yrðu afgangstærð í nýrri sameinaðri nefnd.   Hinsvegar styður nefndin að sveitarstjórnarmaður verði í hverri nefnd en þó telur nefndin ekki nauðsynlegt að sveitarstjórnarmenn verði skikkaðir formenn nefnda.


2. Skipun í starfshóp um reglur um refa- og minkaveiði í Strandabyggð.

Nefndin tlilnefnir Jón Stefánsson, Mörtu Sigvaldadóttur og Viðar Guðmundsson.


3. Greiðsla fyrir grenjavinnslu og vetrarveiði, erindi frá Jóni Halldórssyni.

Erindinu var frestað þangað til tillögur starfshóps um refa og minnkaveiðar í Strandabyggð liggja fyrir.


4. Önnur mál.

Nefndin ítrekar fyrri áliktun um stækkun skólabíls fyrir suðursvæðið.

Nefndin leggur til að sveitarstjórn  ítreki við Vegagerðina að upplýsingar um færð á vegum sem skólabílar fara um birtist áður en skólabílar þurfa að fara af stað á morgnana.

 

 

Fleira ekki tekið fyrir fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 18.50

Jón Stefánsson (sign)

Marta Sigvaldadóttir (sign)

Magnús Sveinsson (sign)

Viðar Guðmundsson (sign)

Dagrún Magnúsdóttir (sign)

Facebook

Vefumsjón