A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Staða kennara við Grunnskólann á Hólmavík

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 13. ágúst 2025
Staða kennara við Grunnskólann á Hólmavík er laus til umsóknar. Um er að ræða tímabundna stöðu til eins árs
skólaárið 2025-2026.
Starfshlutfall er 50%.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Almenn kennsla á öllum stigum þar á meðal list og verkgreinar
  • Vinnur að þróun skólastarfs í samstarfi við stjórnendur og samstarfsfólk
  • Stuðlar að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og fagaðila
  • Vinnur samkvæmt stefnu skólans
  • Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfisbréf til kennslu (leyfisbréf fylgi umsókn)
  • Þekking á kennslufræði, samþættingu námsgreina og leiðsagnarnámi
  • Áhugi á að starfa með börnum og ungmennum
  • Lipurð í samskiptum, sveigjanleiki og samstarfshæfni
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Jákvæðni og áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi
  • Stundvísi og samviskusemi
  • Góð íslenskukunnátta 

Gerð er krafa um hreint sakavottorð við ráðningu.

Nánari upplýsingar um starfið veitir, Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir skólastjóri, skolastjori@strandabyggd.is
Ferilskrá og leyfisbréf fylgi umsókn sem senda skal á sama netfang. 

Umsóknarfrestur er til og með 19.ágúst 2025 og umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ.

Facebook

Vefumsjón