A A A

Valmynd

Fréttir

Karl Ágúst Úlfsson og Ásdís Olsen mæta á Hamingjudaga

| 15. maí 2011
Karl og Ásdís á góðri stund - ljósm. Undur.is.
Karl og Ásdís á góðri stund - ljósm. Undur.is.
Hamingjudagar fá frábæra gesti í sumar því hamingjufrömuðirnir Ásdís Olsen og Karl Ágúst Úlfsson ætla að mæta á hátíðina. Ásdís býður upp á opna vinnustofu í félagsheimilinu þar sem þátttakendur geta lært aðferðir til að auka hamingju sína. Ásdís hefur í vetur stjórnað þáttunum Hamingjan Sanna á Stöð 2 og lagt stund á jákvæða sálfræði undanfarin ár, auk þess sem hún er kennari í hugrænni atferlismeðferð og núvitund frá Bangor-háskóla. Karl Ágúst Úlfsson mun stjórna samfélags-trommuhring og flæði utandyra fyrir gesti og gangandi laugardaginn 2. júlí. Karl hefur um árabil verið einn ástsælasti leikari, skáld, þýðandi og listamaður þjóðarinnar.

Við hlökkum ótrúlega mikið til að fá þau Karl og Ásdísi á Hamingjudagana helgina 1.-3. júlí. Til hamingju!

Facebook

Hamingjumyndir

Hér leiðir Ragnar Bragason, stórbóndi á Heydalsá og skíðagöngukappi, hópinn út af malbikinu áleiðis upp í Deildarskarð norðanvert í Kollafirði. Stóra-Fjarðarhorn er í baksýn lengst til vinstri, þar fyrir aftan rís Bitruháls, en Klakkurinn rís þó hæst. Þrúðardalur gengur inn vinstra megin við Klakkinn, en hægra megin liggur leiðin upp á Steinadalsheiði.

(Ljósm.  og © Stefán Gíslason).
Vefumsjón