A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Breyttur opnunartími hafnarinnar

| 20. janúar 2021
Kæru íbúar Strandabyggðar,

Sem liður í aðhaldsaðgerðum vegna fjárhagsstöðu sveitarfélagsins, hefur sveitarstjórn samþykkt breytingu á opnunartíma hafnarinnar, en um er að ræða skerðingu á opnunartíma.  Breytingarnar hafa þegar tekið gildi og er höfnin nú opin sem hér segir:
  • Alla virka daga til kl 20 í stað 22 áður
  • Lokað á laugardögum
  • Opið á sunnudögum frá kl 15-20.
Við leggjum upp með þetta svona en vegum og metum stöðuna reglulega.  Gerðar verða undantekningar frá þessu t.d. þegar grásleppuvertíðin stendur yfir.

Kveðja
Þorgeir Pálsson
Sveitarstjóri Strandabyggðar

Facebook

Vefumsjón